Greinasafn fyrir flokkinn: Fréttir

Messur í janúar falla niður

Kæru safnaðarfélagar, því miður þurfum við að fella niður messur bæði 10. og 24. janúar. Endilega fylgist með okkur á Facebook síðunni okkar en þar hafa Pétur prestur og Kristján Hrannar kórstjóri verið með stuttar helgistundir https://www.facebook.com/ohadisofnudurinn.

Eins hvetjum við alla sem á þurfa að halda að hafa samband við Pétur, hann er með viðtalstíma á mánudögum milli klukkan 18:00 og 19:00 eða eftir samkomulagi í safnaðarheimili Óháða safnaðarins og svo er líka hægt að senda honum póst eða hringja.

Pétur Þorsteinsson: afdjoflun@tv.is
Sími  kirkju: 551 0999   gsm: 860 1955

Nú fer sólin að hækka á lofti og vonandi förum við að sjá fyrir endan á þessu ástandi, við hlökkum til þegar við getum tekið á móti ykkur í kirkjunni.

Skýli fyrir ruslatunnurnar

Við höldum áfram að gera fínt hjá okkur þó við getum ekki tekið á móti ykkur í messur. Fengum þetta fína skýli fyrir ruslatunnurnar núna fyrir jólin svo við getum hætt að elta tunnurnar út um allt tún. Enn og aftur er valgreiðslusjóðurinn að hjálpa okkur. Við minnum á að tekið er við frjálsum framlögum í hann þar sem ekki var sendur út greiðsluseðill þetta árið. Takk fyrir framlögin.

Valgreiðslusjóður Kennitala: 490269-2749 Reikningsnr: 0327-26-490269