Greinasafn fyrir flokkinn: Fréttir

Aftansöngur á aðfangadag

Við óskum landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Við þökkum samfylgdina á þessu krefjandi ári sem nú er að líða og vonumst til að sjá ykkur aftur í kirkjunni sem allra fyrst, þegar sóttvarnarreglur leyfa.

Hátíðarmessur um jól og áramót 2020 eru rafrænar vegna heimsfaraldurs kórónuveiru og 10 manna samkomubanns. Við erum þakklát fyrir tæknina og reynum að gera það besta úr aðstæðum.

Rafrænu messurnar eru:
Aftansöngur á aðfangadag, 24. desember 2020
Hátíðarmessa á jóladag, 25. desember 2020
Hátíðarmessa á gamlársdag, 31. desember 2020

Hér er upptaka frá aftansöng í Óháða söfnuðinum á aðfangadag. Séra Pétur Þorsteinsson þjónar fyrir altari og Kristján Hrannar Pálsson organisti sér um tónlistina. Óháði kvartettinn syngur og Petra Jónsdóttir aðstoðar við messuhald.

Barnabók um stofnfélaga Óháða safnaðarins

Bókin Fríða og Ingi bróðir eftir Steindór Ívarsson kom út nýlega. Bókin fjallar um systkinin Fríðu og Inga en foreldrar þeirra Þórarinn Jónsson, sem lengi var
dyravörður kirkjunnar, og kona hans Guðrún Kristín Sigurjónsdóttir, sem var virk í kvenfélagi kirkjunnar, eru stofnfélagar Óháða safnaðarins.

Ingi er betur þekktur sem Valdimar Ingi Þórarinsson en hann starfaði lengi sem gjaldkeri safnaðarins og Fríða sem Hólmfríður Þórarinsdóttir en hún hefur bakað ófáar hnallþórur fyrir ýmsar uppákomur í kirkjunni.

Bókin gerist árið 1950 í Reykjavík og er ríkulega myndskreytt í anda þess tíma af kanadíska listamanninum Vajihe Golmazari . Þeir sem hafa áhuga á að kaupa bókina geta sent skilaboð á steindor.ivarsson@gmail.com eða haft samband í síma 6636266.