Fermingarguðsþjónusta verður sunnudaginn 14. apríl kl. 14. Séra Pétur Þorsteinsson prédikar og Vox gospel sér um tónlistina undir stjórn Matthíasar V. Baldurssonar.
Öll hjartanlega velkomin.
Kvöldvaka verður föstudaginn langa, 29. mars kl. 20.30
Séra Pétur Þorsteinsson sér um athöfnina, Einar Örn Thorlacius les píslarsögu Krists, Vox gospel syngur sálma undir stjórn Matthíasar V. Baldurssonar og Friðrik Karlsson spilar með á gitar. Altarið verður afskrýtt.
Ballettjáning verður á páskadagsmorgun 31. mars kl. 8.00
Séra Pétur Þorsteinsson sér um athöfnina og nemar frá Jazzballetskóla Báru dansa ballet. Vox gospel sér um sönginn undir stjórn Matthíasar V. Baldurssonar.
Eftir messu á páskadag verður boðið upp á heitt súkkulaðið með rjóma og brauðbollur.
Verið öll velkomin og gleðilega páska.