Greinasafn fyrir flokkinn: Fréttir

Sveinn Kjarval 100 ára

Sveinn Kjarval
Sveinn Kjarval

Sveinn Kjarval (1919 – 1981) var frumkvöðull í húsgagna- og innanhússhönnun á Íslandi.

Í tilefni af því að eitthundrað ár eru liðin frá fæðingu hans miðvikudaginn 20. mars nk. mun Dr. Arndís S. Árnadóttir flytja fyrirlestur um verk hans og störf. Fyrirlesturinn fer fram í kirkju Óháða safnaðarins, Háteigsvegi 56 en Sveinn hannaði meðal annars kirkjubekkina í þessa fallegu kirkju.

Fyrirlesturinn fer fram miðvikudaginn 20. mars kl. 20.00 og er í boði Hönnunarsafns Íslands.

Galdraguðsþjónusta og Bjargarkaffi 10. mars kl. 14:00

Séra Pétur Þorsteinsson sýnir töfrabrögð og þjónar fyrir altari. Messugutti verður Petra Jónsdóttir og Ólafur Kristjánsson tekur vel á móti öllum.

Hljómsveitin Hot Eskimoes kemur og leikur tónlist fyrir og eftir messu, auk þess að leika undir með Óháða kórnum og söfnuðinum í sálmasöng undir styrkri stjórn Kristjáns Hrannars. Karl Olgeirsson tekur þátt.

Hlaðborð af alls kyns góðgæti verður á báðum hæðum, í maulinu á eftir, til styrktar Bjargarsjóði. 2.000,- kr. verður rukkað fyrir alla eldri en 14 ára, 1.000,- kr. fyrir yngri kynslóðina, frítt fyrir allra yngstu börnin.

Athugið að það verður ekki posi á staðnum. Aðgangur að hlaðborðum ótakmarkaður á meðan eitthvað er til og magamál leyfir. Hlökkum til að eiga góða stund með ykkur.