Greinasafn fyrir flokkinn: Fréttir

Messur um jólin

Aftansöngur Óháða safnaðarins verður á aðfangadag kl 18:00. Sr. Pétur þjónar fyrir altari og Óháði kórinn leiðir messusöng undir stjórn Kristjáns Hrannars organista. Ólafur Kristjánson mun taka vel á móti öllum.


Hátíðarguðsþjónusta verður í Óháða söfnuðnum á jóladag kl. 14;00. Sr. Pétur þjónar fyrir altari, Ómar Örn Pálsson varaformaður safnaðarstjórnar er ræðumaður dagsins og Óháði kórinn leiðir söng undir stjórn Kristjáns Hrannars organista. Ólafur Kristjánsson tekur vel á móti öllum

Endurkomukvöld sunnudaginn 9. desember kl. 20:00

Aðventukvöld Óháða safnaðarins verður haldið að vanda annan sunnudag í aðventu. Ræðumaður kvöldsins er Guðrún Nordal og munu nemendur LHÍ í kórstjórn syngja jólalög undir stjórn Kristjáns Hrannars.

Fermingarbörn færa okkur ljósið og eftir stundina býður safnaðarstjórnin upp á smákökusmakk.

Við hlökkum til að sjá ykkur og njóta skemmtilegrar kvöldstundar saman á aðventunni og smakka á smákökunum í maulinu á eftir, allir hjartanlega velkomnir