Greinasafn fyrir flokkinn: Fréttir

Rafrænar safnaðarfréttir

Það eru væntanlega flestir búnir að fá safnaðarfréttir 2018-2019 inn um lúguna hjá sér. Nú er líka hægt að smella á Dagskrá í svörtu stikunni og velja Fréttablöð og rafrænu útgáfuna.  

Við fengum ábendingu um að það vantaði aðeins upp á bankaupplýsingar ef fólk vill styrkja.  Kt og reikningsnr valgreiðslusjóðs=>490269-2749-0327-26-490269

Búið er að festa þessar upplýsingar undir hnappnum „Kirkjan“ í svörtu stikunni.

 

Guðsþjónusta og barnastarf 6. september kl. 14:00

Sr. Pétur þjónar fyrir altari. Messugutti er Petra Jónsdóttir. Óháði kórinn leiðir söng og messusvör og syngur m.a. frumsamið lag eftir tónlistastjóra safnaðarins, Kristján Hrannar Pálsson.

Stoppleikhópurinn sýnir leikritið um ósýnilega vininn.
Ólafur Kristjánsson tekur vel á móti öllum. Maul á eftir.

Minnum einnig á Þakkargerðardýrlingstónleika Jazz hátíðar Reykjavíkur til heiðurs Guðmundi Steingrímssyni kl. 17:00 sama dag í kirkjunni.