Vinir í bata í Óháða söfnuðinum ásamt hópnum í Guðríðarkirkju sameinast um þessa batamessu.
Það eru allir velkomnir í batamessu og um að gera að bjóða með sér þeim sem okkur þykir vænt um og þeim sem gætu þurft á sporunum að halda til að kynna starfið fyrir þeim. Við eigum nokkra vitnisburði um fólk sem kom í batamessu og ákvað þar og þá að drífa sig í sporin.
Það er líka gott fyrir okkur sem erum að vinna sporin að koma og njóta og hvíla í umgjörð messunnar. Það er gott 11. spor.
Vinir í bata Guðríðarkirkju og í Óháða söfnuðinum taka vel á móti okkur og bjóða upp á hressingu eftir messuna áður en við byrjum aðalfundinn kl. 19.00.
Sjáumst í batamessu sunnudaginn 15. apríl.
Með kveðju Elín Margrét