Galdramessa og kaffisala kórsins 13. október

Galdramessa verður sunnudaginn 13. október kl 14, séra Pétur prédikar og Vox gospel sér um sönginn undir stjórn Matthíasar kórstjóra. Eftir messu er kaffisala til styrktar kórnum, greiða þarf fyrir kaffið 2500 og munið að hafa með ykkur peninga því við erum ekki með posa á staðnum.
Það er alltaf líf og fjör í kirkjunni, verið öll hjartanlega velkomin.

Tónlistarmessa og barnastarf 22. september

Sunnudaginn 22. september kl. 14 verður tónlistarmessa. Séra Pétur þjónar fyrir altari og Vox gospel sér um tónlistina undir stjórn Matthíasar kórstjóra.

Þeir Matthías og Hálfdán VÆB bræður sjá um barnastarfið hjá Óháða söfnuðinum í vetur. Þar munu þeir vera með fræðslu, leiki og söng á meðan á messu stendur.

Það verður því líf og fjör í allan vetur í kirkjunni og auðvitað maul eftir messu.

Hlökkum til að sjá ykkur sem flest á öllum aldri.